header_background

Sveinn og Jóhanna Hildur deila ástríðu og metnaði fyrir vandaðri matargerð, virðingu fyrir gæða hráefni og áhuga á að skapa eftirminnilega upplifun og ljúfar minningar viðskiptavina.

Sveinn Hólmkelsson hóf veitingahúsaferil sinn árið 2005 hjá Friðriki V, sem var sögufrægur veitingastaður á Akureyri. Sveinn lauk BS gráðu í sálfræði en alltaf átti matreiðslan hug hans allan og svo fór að hann dreif sig í nám í faginu. Sveinn var á nemasamningi á Strikinu og var í fyrsta hópi matreiðslunema sem tók 2. ár í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Hann hefur lokið meistaraprófi í matreiðslu frá Hótel- og veitingaskólanum. Sveinn sótti nám á Ítalíu þar sem hann drakk í sig fræðslu um ítalska matargerð, enda hefur hún lengi verið sérstakt áhugamál hans. Sveinn starfaði síðast sem yfirmatreiðslumeistari hjá Múlabergi.

Jóhanna Hildur Ágústsdóttir hóf sinn veitingahúsaferil árið 2007 á Greifanum. Eftir mörg lærdómsrík ár þar bauðst henni nemasamningur í framreiðslu á Strikinu sem lauk með sveinsprófi. Jóhanna Hildur kláraði síðar nám í hótelrekstri í Noregi og meistarapróf í sinni iðngrein. Á námstíma hérlendis og erlendis leitaðist Jóhanna Hildur við að afla sér fjölbreyttrar reynslu á sínu sviði, má þar nefna vinnu á Grillmarkaðnum, Clarion hotel energy, 101 Hotel, Hótel Sögu og Icelandair hotels. Jóhanna Hildur starfaði síðast hjá Íslandshótelum sem hótelstjóri.